Snæfellsbær eflir stafræna þjónustu með íbúagátt og rafrænum umsóknum
16.03.2023 |
Fréttir
Snæfellsbær bætir stafræna þjónustu við íbúa og tekur í notkun íbúagátt. Íbúagáttinni er ætlað að auka sjálfvirkni og gagnvirkni í meðferð mála og erinda fyrir íbúa Snæfellsbæjar og hagkvæmni í rekstri.
Snæfellsbær hefur einnig tekið í notkun OneLand Robot, rafrænt umsóknar- og afgreiðslukerfi fyrir umsóknir um byggingaráform og byggingarleyfi. Hönnuðir eða eigendur geta nú með auðveldum hætti sent inn rafrænar umsóknir, tilnefnt hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara og þeir hinir sömu staðfest sig á verk. Allt ferlið er rafrænt þar sem allar aðgerðir eru staðfestar með rafrænum skilríkjum í farsíma.
Rafrænar umsóknir byggingarfulltrúa eru nú þegar komnar í gagnið í íbúagáttinni og eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum frá og með deginum í dag. Unnið er að því að færa inn eyðublöð og umsóknir í öðrum málaflokkum.
Hlekkur á íbúagátt er aðgengilegur á forsíðu Snæfellsbæjar og fólk skráir sig inn með rafrænum skilríkjum.
Hlekkur: