Snæfellsbær hækkar frístundastyrk til barna og ungmenna um 6%
Snæfellsbær veitir áfram frístundastyrk til allra barna og ungmenna í sveitarfélaginu til niðurgreiðslu þátttökugjalda í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Meginmarkmið frístundastyrksins er að öll börn og ungmenni geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.
Árið 2025 hækkar styrkurinn úr 33.000 krónum í 35.000 krónur á hvert barn, eða sem nemur rúmlega 6% hækkun.
Foreldrar og forráðamenn barna og unglinga sem stunda íþróttir hjá Ungmennafélaginu Víking/Reyni ganga frá skráningu og nýta frístundastyrkinn í Sportabler-kerfinu sem ungmennafélagið notar.
Þeir sem vilja nýta styrkinn hjá öðrum félögum eða vegna náms í tónlistarskóla er bent á að óska eftir endurgreiðslu sem nemur upphæð frístundastyrks eftir að gjöld hafa verið greidd. Sótt er um endurgreiðslu til bæjarritara á netfanginu lilja@snb.is. Athugið að kvittun vegna greiðslu verður að fylgja umsókn.