Snæfellsbær skrifar undir samstarfssamning við Samtökin '78
Snæfellsbær hefur gert samstarfssamning við Samtökin '78 til þriggja ára um aukna fræðslu um málefni hinsegin fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda.
Snæfellsbær er fjórða sveitarfélagið sem gerir sambærilegan samstarfssamning við Samtökin '78 og mikilvægt skref í átt að aukinni fræðslu og þekkingu um fjölbreytileika hinseginleikans. Með samningnum munu Samtökin '78 veita þjónustu í formi fræðslu til handa starfsfólki grunn- og leikskóla auk þess sem nemendur í 3., 6. og 9. bekk fá fræðslu á skólatíma. Þá geta íbúar sótt fræðslu endurgjaldslaus til Samtakanna '78 auk þess sem stjórnendur bæjarins fá gagnlega fræðslu.
Samningurinn kveður á um: - Fræðslu til starfsfólks grunnskólaFyrsta ár þjónustusamningsins veita Samtökin '78 öllu starfsfólki Grunnskóla Snæfellsbæjar fræðslu um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks. Markmið fræðslunnar er að starfsfólk skóla hafi þekkingu á hinsegin málefnum og geti verið virkið fræðarar á umræddum sviðum á vettvangi jafnréttis og mannréttinda í skólastarfi. Samtals er samið um þrjár fræðslur fyrir allt starfsfólk á árinu 2021 og er hver fræðsla tvær klukkustundir.
Seinni tvö árin veita Samtökin '78 nýju starfsfólki grunnskólans fræðslu um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks.
- Fræðslu til nemenda grunnskólaSamtökin '78 fræða ungmenni í Snæfellsbæ, þrjá árganga á ári (3. bekk, 6. bekk og 9. bekk). Fræðslan fer fram á skólatíma og er breytileg milli árganga en gert er ráð fyrir 40 mínútum að hámarki í 3. bekk, 60 mínútum í 6. bekk og 80 mínútum í 9. bekk. Fræðslan er reglubundin einu sinni á ári.
- Fræðslu til starfsfólk leikskólaTveggja klukkustunda fræðsluerindi fyrir starfsfólk leikskóla Snæfellsbæjar skal fara fram einu sinni á ári.
- Fræðslu til félags- og frístundamiðstöðvaSamtökin ’78 bjóða ungmennum í félagsmiðstöð eða frístundamiðstöð upp á fræðsluerindi, jafnframt er starfsfólki boðin fræðsla. Frætt er í hópum, ekki fleiri en 25 í hóp, ásamt því að starfsfólk er frætt saman, ráðgert er að hver fræðsla til ungmenna sé klst en til starfsfólks tvær klukkustundir. Einnig er starfsfólki boðið í vettvangsferð í hinsegin félagsmiðstöð Tjarnarinnar og Samtakanna ’78.
- Fræðslu til stjórnendaSamtökin '78 fræða stjórnendur sem vinna hjá Snæfellsbæ. Fræðslan fer fram einu sinni á ári og er tvær klukkustundir.
- Endurgjaldslausa ráðgjöf fyrir íbúa SnæfellsbæjarSamningurinn felur einnig í sér að íbúar í Snæfellsbæ geta leitað eftir þjónustu Samtakanna ´78 eftir þörfum án endurgjalds. Ráðgjöfin er fyrst og fremst hugsuð fyrir hinsegin fólk, aðstandendur hinsegin fólks og einnig til þeirra sem eru ekki viss um hinseginleika. Markmiðið að styðja einstaklinginn, veita aðstoð og vera til staðar.