Snæfellsbær veitir 90% afslátt af gatnagerðargjöldum í þéttbýli

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær að gefinn verði tímabundinn 90% afsláttur af gatnagerðargjöldum af ákveðnum íbúðarhúsalóðum í þéttbýli Snæfellsbæjar.

Afslátturinn tekur til allra íbúðarhúsalóða sem þegar eru tilbúnar til úthlutunar að undanskildum lóðum við Fossabrekku 5 – 15 í Ólafsvík og lóðum við Háarif A-H í Rifi. Afslátturinn gildir frá 1. júní 2020 til 1. maí 2021.

Lækkun gatnagerðargjalda felur í sér mikinn sparnað fyrir húsbyggjendur og standa vonir til að veittur afsláttur styðji við uppbyggingu á nýjum íbúðarhúsum og hvetji til byggingarframkvæmda í þéttbýliskjörnunum þremur.

Yfirlitsmyndir af lausum íbúðarhúsalóðum í þéttbýli Snæfellsbæjar: