Snæfellsbær verður Heilsueflandi samfélag

Snæfellsbær og Embætti landslæknis undirrituðu nú laust eftir hádegi samstarfssamning um þátttöku Snæfellsbæjar í verkefninu Heilsueflandi samfélag.   Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.  Með undirritun samningsins bætist Snæfellsbær í hóp þeirra sveitarfélaga sem hafa haft frumkvæði að því að skuldbinda sig til að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa sinna á markvissan hátt. Myndaður hefur verið þverfaglegur stýrihópur hér í Snæfellsbæ sem heldur utan um verkefnið:   Stýrihópur: 
  • Jóhanna Jóhannesdóttir, f.h. íþrótta- og æskulýðsnefndar 
  • Alma Clausen, f.h. grunnskóla Snæfellsbæjar 
  • Hermína K. Lárusdóttir, f.h. leikskóla Snæfellsbæjar 
  • Gunnhildur Kristný Hafsteinsdóttir, f.h. velferðarnefndar 
  • Eiríkur Böðvar Rúnarsson, f.h. atvinnuveganefndar 
Varamenn stýrihóps: 
  • Kristgeir Kristinsson 
  • Vilborg Lilja Stefánsdóttir 
  • Linda Rut Svansdóttir 
  • Auður Kjartansdóttir 
 Tengiliður stýrihóps er Kristfríður Rós Stefánsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltúi Snæfellsbæjar.