Söfnun á landbúnaðarplasti

Terra gerir ráð fyrir að senda bíl í Staðarsveit og Breiðuvík á fimmtudag og föstudag, 22. og 23. september, til að safna saman landbúnaðarplasti til endurvinnslu.

Landbúnaðarplast sem er notað utan um heyrúllur er úrvalsplast sem er tilvalið í endurvinnslu, en sé plastið ekki rétt flokkað eða óhreint er ekki hægt að endurvinna það og því er brýnt að flokka landbúnaðarplastið rétt og vandlega.

Nánar á vefsíðu Terra.