Söfnun á landbúnaðarplasti í Staðarsveit og Breiðuvík um helgina
02.03.2023 |
Fréttir
Samkvæmt tilkynningu gerir Terra ráð fyrir að senda bíl í Staðarsveit og Breiðuvík laugardaginn 4. mars og sunnudaginn 5. mars til að safna saman landbúnaðarplasti til endurvinnslu.
Landbúnaðarplast sem er notað utan um heyrúllur er úrvalsplast sem er tilvalið í endurvinnslu, en sé plastið ekki rétt flokkað eða óhreint er ekki hægt að endurvinna það og því er brýnt að flokka landbúnaðarplastið rétt og vandlega. Bændur hvattir til að tryggja gott aðgengi að plastinu.
Nánar á vefsíðu Terra.