Sorphirða í Snæfellsbæ tefst vegna veðurs

Uppfært 27. september: Ekki reynist unnt að hirða sorp á Hellissandi og Rifi í dag vegna veðurs. Skv. tilkynningu frá Terra seinkar sorphirðu því um einn dag til viðbótar.


Sorphirðu seinkar í Snæfellsbæ í þessari viku vegna veðurs skv. tilkynningu frá Terra. Sorp verður því hirt á Hellissandi og Rifi miðvikudaginn 27. september og í Staðarsveit fimmtudaginn 28. september.

Beðist er velvirðingar á þessari töf.

Sorp í Snæfellsbæ er hirt u.þ.b. tvisvar í mánuði og er endurvinnslutunnan tæmd á sama tíma. Bæjarbúar eru eindregið hvattir til þess að flokka allt rusl og hafa gott aðgengi að tunnum.