Sorphirða í Snæfellsbæ yfir jól og áramót
Vegna snjóþyngsla í kringum tunnur hefur sorphirðu á almennu og lífrænu sorpi í Ólafsvík verið frestað til 28. desember, en skv. sorphirðudagatali hefði átt að hirða það 27. og 28. desember.
Sorphirða hefst stundvíslega kl. 8:00 þann 28. desember og hafa íbúar í Ólafsvík tækifæri til að moka frá sorptunnum og gera greiðfært að götu fyrir þann tíma. Bent er sérstaklega á að ef ekki er búið að moka frá tunnum og gera greiðfært verða tunnurnar ekki tæmdar í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins um meðhöndlun sorps.
Við viljum líka biðja íbúa á Rifi og Hellissandi að gera greiðfært að sínum tunnum fyrir mánudaginn 30. desember.
Næsta losun á almennu og lífrænu sorpi verður 8. og 9. janúar í Ólafsvík. Næsta losun á endurvinnslutunnum verður 2. og 3. janúar á Rifi, Hellissandi Arnarstapa og Staðarsveit en 6. og 7. Janúar í Ólafsvík.