Starf umsjónarmanns fasteigna laust til umsóknar

Hlutverk og ábyrgðarsvið:

Umsjónarmaður fasteigna er starfsmaður tæknideildar Snæfellsbæjar og er tæknifræðingur hans næsti yfirmaður.

Umsjónarmaður fasteigna hefur umsjón með fasteignum Snæfellsbæjar.  Hann tekur út ástand þeirra og gerir viðhalds- og viðgerðaráætlun í samvinnu við tæknifræðing.  Umsjónarmaður sinnir sjálfur viðhaldi og lagfæringum en kallar til iðnaðarmenn í samráði við tæknifræðing þegar tilefni er til þess.

Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Æskilegt er að umsjónarmaður fasteigna hafi einhverja iðnmennt, en það er þó ekki skilyrði.
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum og reynsla af mati á ástandi og viðhaldsþörf fasteigna er kostur.
  • Umsjónarmaður fasteigna skal búa yfir framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfileika og færni til að eiga samskipti við þá starfsmenn, iðnaðarmenn og íbúa Snæfellsbæjar sem hann þarf að hafa samskipti við dagsdaglega.
  • Frumkvæði og metnaður er kostur.

Um er að ræða fullt starf.  Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu.

Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf eigi síðar en 1. október – fyrr er kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 17. september nk. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn til Davíðs Viðarssonar, tæknifræðings, á netfangið david@snb.is, eða til Kristins Jónassonar, bæjarstjóra, á netfangið kristinn@snb.is.

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir sérstaklega grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni til starfsins út frá ofangreindum hæfnikröfum. Umsækjendur eru beðnir um að tilgreina a.m.k. tvo umsagnaraðila í umsókn sinni.

Öllum umsóknum verður svarað.