Starfsdagur í leik- og grunnskóla Snæfellsbæjar mánudaginn 16. mars
Ríkisstjórn Íslands ákvað í morgun, föstudaginn 13. mars, að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur tímabundið í fjórar vikur frá og með mánudeginum 16. mars til að hægja á útbreiðslu COVID-19. Samkomubannið felst m.a. í því að takmarka samkomur þar sem fleiri en hundrað manns koma saman, lokun á háskólum og framhaldsskólum og takmörkunum á skólahald í leik- og grunnskólum landsins.
Ákvörðunum um starfsemi í leik- og grunnskólum var fært til sveitarstjórnarstigs og hverju sveitarfélagi fyrir sig falið að útfæra starfsemi sinna leik- og grunnskóla á meðan samkomubannið stendur.
Snæfellsbær hefur ákveðið að mánudaginn 16.mars verði starfsdagur í leik- og grunnskóla til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.
Starfsdagur þýðir að starfsfólk mætir til vinnu en nemendur leikskóla og grunnskóla mæta ekki í skólann mánudaginn 16. mars.Fylgjumst vel með!
Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast um helgina og á mánudaginn, m.a. á vefsíðu Snæfellsbæjar, Grunnskóla Snæfellsbæjar og Leikskóla Snæfellsbæjar.
Öllum upplýsingum er varða þetta mál verður einnig deilt á Facebook-síðu Snæfellsbæjar.