Starfsemi Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga næstu vikur
24.03.2020 |
Fréttir, Covid-19
Líkt og aðrar stofnanir fylgir FSS leiðbeiningum og ákvörðunum stjórnvalda og stofnana frá degi til dags. Eftirfarandi eru ráðstafanir skv. tilkynningu frá FSS:
- Helstu þjónustuþættir FSS eru virkir, þ.e. félagsþjónusta, barnavernd sem og grunnþjónusta sveitarfélaganna sem er undir verkstjórn og ábyrgð FSS, þ.e. félagsleg heimaþjónusta, liðveisla og akstursþjónusta. Skólaþjónusta takmarkast tímabundið,- í samkomu- og gestabanni skólastofnana,- við ytri ráðgjöf sérfræðiþjónustu við grunn- og leikskólanna, s.s. um síma, myndsíma, tölvupósta og net.
- Erfitt getur reynst að manna frekari forföll starfsmanna heimaþjónustu sveitarfélag-anna. Gagn væri því að skráningu fleri „bakvarða“ velferðarþjónustu, sem mætti leita til
- Dagþjónustur í Ásbyrgi, Stykkishólmi, og Smiðjunni, Ólafsvík, eru einungis opnar skjólstæðingum og starfsfólki. Aðgangur gesta þangað er óheimill til að varna útbreiðslu smits, þangað til annað verður ákveðið.
- Lokahátíð Stóru Upplestrarkeppni 7. bekkinga hefur verið frestað, en hún var áformuð í Stykkishólmskirkju 26. mars nk.
- Fundum sem ekki eru brýnir er frestað ef ekki er hægt að nýta fjar- og myndsímafundi eða tölvupóst.
- Því miður liggur heimasíðan niðri vegna lagfæringa og endurgerðar sem stendur.
- Þjónustusímar eru:
- Aðalnúmer 430 7800
- Smiðjan 433 8866
- Ásbyrgi 430 7809
- Barnavernd 112 (eftir kl. 16 virka daga, kvöld, helgar og hátíðardaga)