Störf í þjónustuíbúðarkjarna í Ólafsvík
04.10.2021 |
Fréttir
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laus til umsóknar störf í nýjum þjónustuíbúðakjarna fatlaðra í Ólafsvík. Meginverkefni er stuðningur- og hæfing íbúanna til sjálfstæðrar búsetu og aukinnar virkni í daglegu lífi, menningu og félagslífi.
Virða ber sjálfræði íbúa og hafa velferð þeirra að leiðarljósi í allri þjónustu.
Um er að ræða vaktavinnustörf.
Hæfniskröfur:
- Leitað er einstaklinga sem lokið hafa faglegu námi er nýtist í störfum, s.s. félagsliða- eða stuðningsfulltrúamenntun, eða sambærilegu námi.
- Stundvísi, samvinnu- og samskiptahæfileikar og áhugi fyrir starfi með fólki með skerta starfsgetu eru mikilvægir eiginleikar í starfinu
- Reynsla og þekking af starfi með fötluðum er kostur
- Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.
- Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Skriflegar umsóknir um starfið er tilgreini menntun, starfsferil og umsagnaraðila ásamt prófskírteini og sakavottorði berist undirrituðum sem jafnframt veitir frekari upplýsingar.
Upplýsingar veitir Jón Haukur Hilmarsson, forstöðumaður og fagstjóri FSSF.
Netfang: jonhaukur@fssf.is, sími 430 7800.