Stóri plokkdagurinn í Snæfellsjökulsþjóðgarði
22.04.2025 |
Fréttir
Snæfellsjökulsþjóðgarður boðar til plokkviðburðar sunnudaginn 27. apríl í samstarfi við Hótel Búðir.
Stóri Plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 27 .apríl n.k.
- Hittumst kl. 11:00 á bílastæði við hótel Búðir.
- Heitt kakó, te og kaffi verður í boði Hótel Búða fyrir plokkara eftir á .
Tveir plokkhringir verða í boði:
Ragnhildur Sigurðardóttir þjóðgarðsvörður býður uppá sögustund á meðan plokkað er að Frambúðum. Einnig verður í boði styttri hringur í kringum hótelið og að svæðinu í kringum Búðarkirkju, sem er t.d. hentugur hringur fyrir yngstu plokkarana.
Pokar verða til staðar og sér starfsfólk Snæfellsjökulsþjóðgarðar um að fjarlæga úrgang sem safnast saman.
Öll hjartanlega velkomin að slást í för og hreinsa friðlandið á Búðum.