Stuttmyndasamkeppni Northern Wave Film Festival á Barnamenningarhátíð Vesturlands

Kvikmyndahátíðin Northern Wave Film Festival efnir til stuttmyndasamkeppni ungmenna á Vesturlandi í tilefni af Barnamenningarhátíðar Vesturlands, sem haldin er í Snæfellsbæ um þessar mundir.

Innsendar stuttmyndir verða sýndar við hátíðlega athöfn í Frystiklefanum á Rifi laugardaginn 1. október og munu áhorfendur kjósa um bestu stuttmyndina. Þátttaka er opin öllum ungmennum á Vesturlandi og eru áhugasöm ungmenni hvött til að taka þátt í samkeppninni.

Innsendar myndir mega í raun vera allt frá einum stuttum brandara upp í lengri sögur. Hlaða þarf upp myndunum í síðasta lagi fyrir miðnætti 30. september 2022.  Helstu reglur:
  • Þátttaka opin börnum og ungmönnum yngri en 18 ára að aldri.
  • Stuttmyndirnar mega vera teknar á síma, spjaldtölvu og í raun hvaða format af myndavél sem er.
  • Stuttmyndirnir mega að hámarki vera 30 mínútur að lengd.
  • Þema Barnamenningarhátíðarinnar er „gleði“ og gott ef höfundar innsendra mynda tengja við það.
  • Formið er frjálst.