Styrkir til að vinna viðskiptaáætlun um nýsköpunarverkefni
25.08.2020 |
Fréttir
Samtök sveitarfélaga á Vestulandi auglýsa eftir umsóknum frá frumkvöðlum og starfandi fyrirtækjum um styrki til að vinna viðskiptaáætlun um nýsköpunarverkefni.
Veittir verða 5 styrkir að fjárhæð 500.000 kr. hver til kaupa á ráðgjöf við að vinna fullmótaða viðskiptaáætlun.
Umsóknin þarf að innihalda greinargóða lýsingu á verkefninu, 2 til að hámarki 3 blaðsíður.
Í umsókninni þarf að koma fram:
- Upplýsingar um umsækjanada (nafn, kennitala og heimilisfang)
- Lýsing á hugmyndinni / lausninni sem um er að ræða
- Lýsing á þörfinni fyrir lausnina á markaðnum
- Lýsing á stöðu verkefnisins
- Lýsing á atvinnusköpun verkefnisins