Styrkir til atvinnumála kvenna
18.02.2021 |
Fréttir
Styrkjum til atvinnumála kvenna er úthlutað einu sinni á ári en þeir eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni. Markmiðið er að auka aðgengi frumkvöðlakvenna að fjármagni. Að þessu sinni eru frumkvöðlakonur á landsbyggðinni og konur í atvinnuleit hvattar til að sækja um.
Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi:
- Að verkefnið sé í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu
- Að verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi
- Að verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar
Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar (600.000 kr.) ásamt styrkjum til markaðssetningar og vöruþróunar að hámarki 4.000.000 kr. Styrkir eru veittir fyrir helmingi af heildarkostnaði verkefna.
Hér má finna upptöku af kynningarfundi um styrkumsóknir til atvinnumála kvenna sem Vinnumálastofnun, landshlutasamtök og atvinnuþróunarfélög landshluta stóðu fyrir: Kynningarfundur um styrki til atvinnumála kvenna