Sumarstarf í upplýsingamiðstöð Snæfellsbæjar

Snæfellsbær óskar eftir að ráða starfsmann til starfa í upplýsingamiðstöð Snæfellsbæjar í Átthagastofu sumarið 2022.

Hæfniskröfur:

  • Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
  • Góð þekking á svæðinu og nærumhverfi.
  • Færni í mannlegum samskiptum.
  • Góð tök á ensku og íslensku. Önnur tungumál eru kostur.
  • Stundvísi og jákvæðni.

Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2022. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Upplýsingar veitir Heimir Berg Vilhjálmsson, markaðs- og upplýsingafulltrúi, í síma 433-6900 og á heimir@snb.is.

Vinsamlegast sendið umsóknir á ofangreint netfang.