Sumarstarfsmaður í sundlaug Snæfellsbæjar

Íþróttamannvirki Snæfellsbæjar auglýsir eftir karlmanni í sumarstarf í sundlaug Snæfellsbæjar. Um er að ræða 100% stöðu.

Tilgangur og markmið í starfi er að veita viðskiptavinum, nemendum, iðkendum og öðrum hópum sem koma í íþróttamannvirki undir stjórn Snæfellsbæjar (Íþróttahús Snæfellsbæjar, Sundlaug Snæfellsbæjar, ásamt íþrótta-, og leik og sparkvöllum) frábæra þjónustu í hreinu og snyrtilegu umhverfi þar sem áhersla er lögð á öryggi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Þjónusta og eftirlit með viðskiptavinum
  • Þrif á húsnæði sundlaugar og nánasta umhverfi
  • Eftirlit og önnur tilfallandi verkefni
  • Unnið er eftir vaktarúllum og eru verkefni misjöfn á milli vakta og nánari verkefnalýsingum
  • Afleysing í íþróttahúsi ef þess þarf

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Hreint sakavottorð skv. æskulýðslögum nr. 70/2007
  • Gerð er krafa um ríka þjónustulund og samskiptahæfileika
  • Geta lært á og viðhaldið almennri þekkingu á helsta áhalda- og tækjabúnaði í sundlaug
  • Lágmarksþekking á notkun hefðbundins tölvubúnað til að geta lært á og notað afgreiðslukerfi
  • Geta beitt grunnreiknireglum
  • Samviskusemi, stundvísi og frumkvæði í starfi

Umsóknarfrestur til 9. apríl 2025.

Hægt er að hafa samband við Kristfríði Rós, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um frekari upplýsingar um starfið.

Sótt er um starfið á ráðningarvef Snæfellsbæjar hér á heimasíðunni.