Sumarstörf á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri
17.03.2025 |
Fréttir, Laus störf
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar auglýsir eftir að ráða fólk í sumarafleysingar í eftirfarandi störf:
- Sjúkraliða og ófaglært fólk í vaktavinnu við almenna aðhlynningu
- Ræstingar og þvottahús á virkum dögum
- Matráð og aðstoð í eldhúsi á virkum dögum og aðra hverja helgi
- Hjúkrunarfræðing og sjúkraliða með umsjón með hjúkrun-og lyfjamál á virkum dögum
Á Jaðri eru samtals 19 hjúkrunar- og dvalarrými. Heimilið var stækkað árið 2011 og er aðstaða íbúa og starfsmanna mjög góð.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Sveigjanleiki, áreiðanleiki og stundvísi
- Frumkvæði í starfi og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur til 31. mars 2025.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Frekari upplýsingar um störfin veitir Sigrún Erla Sveinsdóttir, forstöðumaður í s. 433-6933 og á sigrunerla@snb.is.
Umsóknir berist í gegnum ráðningarvef Snæfellsbæjar.