Sumarstörf fyrir námsmenn í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli
19.05.2021 |
Fréttir
Umhverfisstofnun auglýsir laus til umsóknar þrjú störf fyrir námsmenn í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli í sumar.
Um er að ræða störf við almennar verklegar framkvæmdir í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Unnið er í teymi með landvörðum, sérfræðingi og þjóðgarðsverði. Sumarstarfsfólkið starfar í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og á nærliggjandi verndarsvæðum við aðstoð við útiverkefni, s.s. lagfæringar á göngustígum, stikun o.fl.
Viðkomandi munu starfa undir leiðsögn. Hægt er að útvega gistingu á vegum Umhverfisstofnunar fyrir þá sem ekki koma af svæðinu.
Gert er ráð fyrir að ráðið verði í störfin frá 1. júní - 13. ágúst 2021.
Umsóknarfrestur er til 23. maí nk.
Upplýsingar og umsóknarform má nálgast á vefnum.