Sumarstörf fyrir námsmenn með lögheimili í Snæfellsbæ

Snæfellsbær býður upp á skemmtilega og hressa útivinnu í sumar fyrir námsmenn sem eru með lögheimili í Snæfellsbæ. Um er að ræða fjögur 100% störf í tvo og hálfan mánuð sem falla undir atvinnuátak sveitarfélagsins í samvinnu við Vinnumálastofnun.

  • Leitað er að áhugasömu fólki með ríka þjónustulund og metnað til að skila góðu starfi.
  • Umsækjendur þurfa að vera 18 ára á árinu eða eldri.
  • Umsækjendur þurfa að hafa verið í námi á vorönn 2021 og vera skráð í nám á haustönn 2021. Staðfesting á skólavist þarf að fylgja umsókn.
  • Umsækjendur eru duglegir, áhugasamir um útivinnu, tóbakslausir og sjálfstæðir.
Umsóknarfrestur er til og með 9. maí 2021. Vinsamlega sendið umsóknir á valgerdur@snb.is.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.