Sumarstörf í Snæfellsjökulsþjóðgarði
09.02.2024 |
Fréttir
Umhverfisstofnun leitar að öflugum landvörðum til starfa á friðlýstum svæðum í umsjón stofnunarinnar um allt land á komandi sumri.
Um er að ræða heilsdagsstörf sem ýmist eru unnin í dagvinnu eða dagvinnu með breytilegum vinnutíma. Ráðningartími í störfin er mismunandi eftir svæðum, þau fyrstu hefja störf á vormánuðum og síðustu ljúka störfum í byrjun næsta vetrar.
Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2024.
Nánar um störfin á heimasíðu Snæfellsjökulsþjóðgarðs.