Sumarstörf í þjónustuíbúðakjarnanum í Ólafsvík

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar að einstaklingum í sumarstörf í þjónustuíbúðakjarnanum í Ólafsvík.

Stuðningur og leiðsögn íbúanna til sjálfstæðrar búsetu og aukinnar virkni í daglegu lífi.

Hæfniskröfur:

  • Stundvísi og áhugi fyrir starfi með fólki með fötlun
  • Frumkvæði, jákvæðni og áreiðanleiki

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 29. mars 2024.

Upplýsingar veitir Jón Haukur Hilmarsson, forstöðumaður og fagstjóri FSS í síma 830 8810 og netfanginu jonhaukur@fssf.is.

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef hér á vefsíðu Snæfellsbæjar.