Sveitarfélög á Vesturlandi kalla eftir aðgerðum í vegamálum
Sveitarfélög á Vesturlandi kalla eftir aðgerðum í vegamálum.
Sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa sent forsætisráðherra formlegt bréf þar sem kallað er eftir aðgerðum vegna alvarlegs ástands í vegamálum á svæðinu.
Í erindinu er óskað eftir fundi sem fyrst með forsætisráðherra og viðkomandi fagráðherrum til að ræða skipun viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa Vesturlands og annarra vegfarenda. Jafnframt er lögð áhersla á að ástand veganna valdi ekki skerðingu á atvinnu- og mannlífi á svæðinu.
Á fjölmennum fundi Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í gærkvöldi fengu fulltrúar sveitarfélaganna og SSV tækifæri til að fylgja erindinu eftir og leggja áherslu á mikilvægi tafarlausra úrbóta í samgöngumálum svæðisins.
Erindi sveitarfélaganna til forsætisráðherra má finna á neðangreindum hlekk.
Ljósmynd: Skessuhorn
Viðhengi: