Tafir á sorphirðu í Ólafsvík vegna veðurs
20.02.2019 |
Fréttir, Tilkynningar
Hirðing á rusli í Ólafsvík sem átti að fara fram í dag tefst vegna veðurs og færðar. Reynt verður aftur á morgun ef veður leyfir.
Sorp í Snæfellsbæ er hirt u.þ.b. tvisvar í mánuði og er endurvinnslutunnan tæmd á sama tíma. Bæjarbúar eru eindregið hvattir til þess að flokka allt rusl og hafa gott aðgengi að tunnum.