Þátttaka fyrirtækja og íbúa á Hinseginhátíð Vesturlands
12.07.2022 |
Fréttir
Hinseginhátíð Vesturlands verður haldin í Snæfellsbæ frá 22. - 24. júlí nk.
Skipulag og undirbúningur hátíðarinnar gengur vel og er nú á lokametrunum. Skipuleggjendur hátíðarinnar óska eftir því að þau fyrirtæki sem vilja taka þátt með einhverjum hætti, t.d. með lengri opnunartíma, viðburðum o.þ.h., og hafi samband í netfangið hinseginvest@gmail.com.
Hátíðin nær hámarki kl. 14:00 á laugardeginum þegar fjölbreytileikanum verður fagnað með gleðigöngu til að styðja við réttindabaráttu hinsegin fólks á Vesturlandi. Eru íbúar, vinahópar og fyrirtæki jafnframt hvött til að taka þátt í göngunni með einhverjum hætti og er sérstaklega óskað eftir því að öll sem ætla að vera með vagn í göngunni láti skipuleggjendur vita af því á ofangreindu netfangi eða á Faceook-síðu félagsins.