Tilkynning frá RARIK vegna viðhaldsvinnu aðfaranótt miðvikudags 5. apríl
04.04.2023 |
Fréttir
Eftirfarandi tilkynning barst frá RARIK:
Vegna viðhalds Landsnets á Vegamótalínu 1 frá Borgafirði að Snæfellsnesi aðfaranótt miðvikudags 5. apríl 2023 verður Snæfellsnes keyrt á vatnsaflsvirkjunum á svæðinu ásamt tiltæku varaafli. Við hvetjum viðskiptavini á svæðinu að fara sparlega með rafmagn til að rekstur kerfisins gangi sem best. Mögulegar truflanir geta komið upp.