Tilkynning varðandi tafir á sorphirðu
06.01.2025 |
Fréttir
Tilkynning frá Kubb vegna sorphirðu:
Tafir hafa orðið á Sorphirðu í Snæfellsbæ í kringum hátíðirnar frá nýju sorphirðudagatali sem tók gildi um áramótin. Tafir hafa verið á tæmingu almenns og lífræns úrgangs í Staðarsveit og Breiðuvík en það á að klárast í dag, 6. janúar. Losun á plasti og pappír á Hellisandi og Rifi sem átti að eiga sér stað 2. og 3. janúar verður þriðjudaginn 7. janúar. Losun á plasti og pappír í Ólafsvík sem átti að vera í dag og á morgun 6. og 7. janúar verður á miðvikudaginn 8. og fimmtudaginn 9. janúar.
Að lokum verður tæming á plasti og pappír í Staðarsveit og Breiðuvík sem átti að vera samhliða tæmingu á Hellisandi og Rifi á föstudaginn, 10. janúar.
Við biðjumst velvirðingar á þessum töfum á losun. Aðrar tæmingar verða í samræmi við útgefið sorphirðudagatal.
Allar tafir á sorphirðu verða tilkynntar á heimasíðu sveitarfélagsins um leið og upplýsingar um þær berast.