Tillaga að deiliskipulagi Gamla kaupstaðar, Snæfellsbæ

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 5. október 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Gamla Kaupstað, Snæfellsbæ skv.1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 en forkynning/lýsing hefur þegar verið kynnt.

Skipulagssvæðið markast af Búðarósi að norðan og vestan og af sjó að sunnan. Deiliskipulagstillagan felur í sér að deiliskipuleggja 15,5 ha skika sem tekinn hefur verið út úr jörðinn Ósakoti á sunnanverðu Snæfellsnesi, Snæfellsbæ. Skikinn heitir Gamli kaupstaður.

Tillagan er aðgengileg hér að neðan og mun sömuleiðis liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4 á opnunartíma frá 14. október – 25. nóvember 2021.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast tæknideild Snæfellsbæjar í síðasta lagi 25. nóvember 2021 á Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is

Tæknideild Snæfellsbæjar

Viðhengi: