Tillaga að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis í Rifi
13.10.2021 |
Fréttir, Skipulagsmál
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 5. október 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði í Rifi, Snæfellsbæ skv.1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagstillagan felur í sér að deiliskipuleggja 19.400 m2 svæði Snæfellsbæjar/Hafnarsjóðs Snæfellsbæjar og þrjár 3000 m2 iðnaðarlóðir á svæði I-2 í aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031 í Rifi.
Tillagan er aðgengileg hér að neðan og mun sömuleiðis liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4 á opnunartíma frá 14. október – 25. nóvember 2021.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast tæknideild Snæfellsbæjar í síðasta lagi 25. nóvember 2021 á Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is Viðhengi: