Tillaga að nýju deiliskipulagi í landi Litlu-Tungu

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 5. september 2024 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Litlu-Tungu í samræmi við 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið sem deiliskipulagstillagan nær til er um 17,4 ha landsvæði í landi Litlu-Tungu í Snæfellsbæ. Litla-Tunga er ný jörð með engum húsakosti. Litla-Tunga var stofnuð úr landi Ytri-Tungu og Grenhóls en deiliskipulagið teygir sig inn á land Ytri-Tungu og Grenhóls. Um er að ræða uppbyggingu innan skipulagssvæðisins sem snýr að bættri ferðamannaþjónustu. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir vegi, salernisbyggingu, þjónustubyggingu, áhaldabyggingu, göngustígum, aðstöðu fyrir starfsfólk og bílastæðum.

Gögn eru frá Hildi Bjarnadóttur, arkitekt: Uppdráttur og greinargerð ásamt umhverfismatsskýrslu.

Hægt er að skoða tillöguna frá 12. september – 25. október 2024 á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, skipulagsgatt.is, undir málsnúmeri 857/2024.

Umsagnaraðilum og þeim sem eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna í síðasta lagi 25. október 2024. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast inn á skipulagsgatt.is vegna máls númer 857/2024.

Skipulagsfulltrúi Snæfellsbæjar