Tilslakanir á sóttvarnarreglum á Jaðri

Sóttvarnarreglum á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri hefur verið létt að ákveðnu leiti.

Þar sem bólusetning íbúa er búin þá teljast þeir vera komnir með nokkuð góða vörn. Aftur á móti eru starfsmennirnir ekki enn bólusettir og þurfum við að hafa það í huga til að tryggja öryggi þeirra.

Reglur heimilisins verða frá og með deginum í dag þessar:

  • Hver íbúi má áfram fá tvo gesti á dag í heimsókn (börn fædd 2005 eða seinna eru undanskilin).
  • Áfram skal einungis fara beint inn í herbergi íbúans og fylgja þeim sóttvörnum sem gilda í samfélaginu (grímuskylda og virða tveggja metra regluna).
  • Heimilið er ekki lengur læst og þarf því ekki að bjalla.
  • Gestir mega ekki dvelja í sameiginlegum rýmum eins og er.
  • Gestir halda áfram að þvo hendur og spritta áður en gengið er inn á heimilið.
  • Íbúar mega fara út í bíltúra, heimsóknir o.þ.h. en verða að fylgja þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi í samfélaginu hvað varðar sóttvarnir og fjöldatakmarkanir.
  • Þegar íbúar koma til baka eru þeir hvattir til að spritta vel hendur áður en þeir koma inn á heimilið.

Við minnum svo á gömlu góðu regluna með að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

  • Eru í sóttkví eða bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku.
  • Eru með einhver einkenni eins og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, kviðverki eða niðurgang.

Munið tveggja metra regluna.

Vonandi verður hægt að rýmka þessar reglur enn frekar á næstu vikum.

Ljósmynd: 5. bekkur syngur fyrir utan Jaðar 2. apríl 2020.