Tjaldsvæði hafa opnað fyrir sumarið

Tjaldsvæðin í Ólafsvík og á Hellissandi opnuðu nýverið fyrir sumarvertíðina. Stefnt er að því að hafa þau opin út septembermánuð hið minnsta.

Tjaldsvæðin hafa verið vinsæl síðustu ár og hefur Snæfellsbær leitast eftir því að bæta þá aðstöðu og þjónustu sem má finna á tjaldvæðunum, nú síðast með því að bæta salernisaðstöðu, með því að leggja rafmagn í það svæði sem vantaði upp á á Hellissandi eftir að tjaldsvæðið var stækkað og endurbótum á núverandi aðstöðu.

Á tjaldsvæðinum má finna eftirfarandi þjónustur:
  • Klósett (aðgengi fyrir fatlaða)
  • Sturta (aðgengi fyrir fatlaða í Ólafsvík)
  • Heitt og kalt vatn
  • Eldunaraðstaða
  • Vaskarými
  • Úrgangslosun
  • Rafmagn/rafmagnstenglar
  • Internet

Umsjón með tjaldsvæðum hafa Patrick Roloff og Rebekka Unnarsdóttir.

Hægt er að hafa samband við þau í síma 844 - 6929.

Mynd: Tjaldsvæði á Hellissandi. Skjáskot af Youtube-myndbandi Tjalda.is (sjá hér)