Tjaldsvæðið í Ólafsvík og upplýsingamiðstöð opna fyrir sumarið
Tjaldsvæðið í Ólafsvík opnaði í gær fyrir sumarið 2020. Við opnun hafa reglur stjórnvalda um tjaldsvæði verið hafðar til hliðsjónar og í fyrstu geta allt að 100 manns verið á tjaldsvæðinu hverju sinni.
Tjaldsvæðin okkar hafa verið vinsæl síðustu ár og hefur Snæfellsbær leitast eftir því að bæta í sífellu þá aðstöðu og þjónustu sem má finna á tjaldsvæðunum.
Tjaldsvæðið á Hellissandi verður opnað fljótlega en nú standa yfir framkvæmdir á því sem tefja opnun. Verið er að setja nýtt og stærra þjónustuhús sem mun bæta aðstöðuna til muna, þ.m.t. fjölga salernum og sturtum, bæta eldunaraðstöðu og gera aðgengi fyrir fatlaða.
Stefnt er að því að hafa bæði tjaldsvæðin opin út septembermánuð hið minnsta.
- Klósett (aðgengi fyrir fatlaða)
- Sturta (aðgengi fyrir fatlaða í Ólafsvík)
- Heitt og kalt vatn
- Eldunaraðstaða
- Vaskarými
- Úrgangslosun
- Rafmagn/rafmagnstenglar
- Internet
Umsjón með tjaldsvæðum hafa Patrick Roloff og Rebekka Unnarsdóttir.
Hægt er að hafa samband við þau í síma 844 – 6929.
Hér má sjá gjaldskrá fyrir sumarið 2020.Upplýsingamiðstöðin í Átthagastofu Snæfellsbæjar hefur einnig verið opnuð fyrir sumarið. Til að byrja með verður opið á virkum dögum frá kl. 8:00 - 16:00.