Tökur á erlendu kvikmyndaverkefni fram undan í Ólafsvík
Kvikmyndin er gerð eftir margverðlaunaðri franskri bók sem fjallar um franska ævintýrakonu sem ákveður að hefja nýtt líf sem sjómaður í karllægum heimi á norðurhjara veraldar. Þar þarf hún að takast á við líkamlegt erfiði og náttúröflin á sama tíma og hún horfist í augu við sjálfa sig og sigrast á eigin ótta.
Á bilinu 35-40 manns munu starfa í tökuliði myndarinnar og byrja að tínast hingað vestur upp úr miðjum maímánuði. Tökurnar sjálfar hefjast 1. júní og verða um 20 leikarar á svæðinu auk aukaleikara. Stór hluti myndarinnar gerist á sjó eða í höfninni í Ólafsvík og skartar þekktum frönskum, belgískum og íslenskum leikurum. Framleiðendur eru franskir, alls ókunnir Íslandi, og framleiddu m.a. nú síðast hina vel heppnuðu Kona fer í stríð sem skartaði Halldóru Geirharðsdóttir í aðalhlutverki og naut mikilla vinsælda víða um heim.Umsvif heimsóknarinnar eru þó þegar farin farin að sjást í Snæfellsbæ enda afleidd verkefni og viðskipti svona heimsóknar mikil. Þess má m.a. geta að fengist hefur heimabátur til að skarta stóru hlutverki í myndinni, breytingar standa yfir í hluta af Átthagastofu Snæfellsbæjar sem fyrirhugað er að nota í myndinni, fjöldi gistirýma í sveitarfélaginu hafa verið leigð til lengri tíma, veitingar keyptar á Sker Restaurant, óskað eftir aukaleikurum úr samfélaginu og þar fram eftir götunum.
Framleiðendur óska eftir aukaleikurum: Við vonumst innilega eftir góðu samstarfi við bæjarbúa og þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram sem aukaleikarar má gjarnan senda upplýsingar um sig á aukaleikararwas@gmail.com. Við tökum við umsóknum frá öllum 18 ára og eldri og gott að taka fram fullt nafn, aldur, símanúmer og senda mynd með.