Tröppustígur á Saxhól hlaut alþjóðleg verðlaun í Barcelona
05.10.2018 |
Fréttir
Teiknistofan Landslag hlaut nýverið virt alþjóðleg verðlaun í landslagsarkitektúr fyrir hönnun tröppustígs á Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Verðlaunin, Rosa Barba Landscape Prize, eru ein virtustu verðlaun sem veitt eru í landslagsarkitektúr og er um að ræða mestu viðurkenningu sem íslenskir landslagsarkitektar hafa hlotið.
Það er afar ánægjulegt að sjá verkefni sem unnið er innan sveitarfélagsins hljóta svona glæsilega viðurkenningu og setja um leið gott fordæmi fyrir framkvæmdir við ferðamannastaði á landsvísu.
Það var teiknistofan Landslag sem vann verkið fyrir Umhverfisstofnun og Kvistfell annaðist framkvæmd.
Nánar má lesa um málið á vefsíðu RÚV