Umgengni ábótavant í Tröð á Hellissandi

Umgengni í Tröð á Hellissandi hefur verið ábótavant undanfarið og vill Snæfellsbær árétta mikilvægi þess að íbúar gangi vel um opin svæði, þ.m.t. Tröðina.

Í Tröð er fyrirmyndar aðstaða til þess að slaka á og njóta samvistar með fjölskyldu og vinum og frábært að íbúar noti svæðið til dægrastyttingar, en þeir sem nota aðstöðuna eru minntir á að ganga frá eftir sig og taka rusl með sér. Tröðin er sameign okkar allra og mikilvægt að íbúar og aðrir gangi vel um og skilji við svæðið líkt og þeir vilja koma að því.

Skógræktar- og landverndarfélagið undir Jökli hefur umsjón með Tröðinni fyrir hönd Snæfellsbæjar og sér félagið til þess svæðið sé snyrtilegt og að þessi einstaka gróðurvin á Hellissandi vaxi og dafni.