Umhverfisrölt í þéttbýli Snæfellsbæjar
04.06.2020 |
Fréttir
Bæjarstjórn ásamt umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar og byggingarfulltrúa boða til umhverfisrölts, þar sem fulltrúar bæjarstjórnar og umhverfis- og skipulagsnefndar ásamt bæjarstjóra og byggingarfulltrúa, munu ganga með bæjarbúum um svæði í bænum og ræða það sem betur má fara ásamt því að skoða lausnir til úrbóta.
Umhverfisrölt verður sem hér segir: Hellissandur,- Mánudagur 8. júní kl. 19:30. Gengið frá Ráðhúsinu.
- Þriðjudagur 9. júní kl. 19:30. Gengið frá Gamla Rifi.
- Miðvikudagur 10. júní kl. 19:30. Gengið frá íþróttahúsinu.
- Fimmtudaginn 11. júní kl. 19:30. Gengið frá leikvellinum í Hábrekku.
Ábendingar og tillögur má einnig senda í tölvupósti í netfang bæjarins eða til umhverfis- og skipulagsnefndar á neðangreind netföng:
byggingarfulltrui@snb.is snb@snb.isBæjarbúar – mætum og látum okkur varða um umhverfi okkar. Tökum þátt!
Bæjarstjórn og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar.