Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum í tímabundin störf í þjóðgarðinn

Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum í tímabundin störf í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Í þjóðgarðinum fer starfsemin fram á utanverðu Snæfellsnesi, á gestastofu á Malarrifi, ströndinni við Stapa og í Búðahrauni.

Helstu verkefni og ábyrgð:
  • Umsjón og eftirlit með starfssvæðum
  • Gæta þess að ákvæðum náttúruverndarlaga og sérlaga, friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlana svæða sé fylgt
  • Upplýsa og fræða gesti um náttúru og sögu svæðanna, m.a. með fræðslugöngum
  • Sinna viðhaldi innviða og halda við merktum gönguleiðum
  • Bregðast við ef slys ber að höndum
Hæfnikröfur:
  • Landvarðanámskeið eða nám sem Umhverfisstofnun telur samsvarandi er krafa
  • Gild ökuréttindi er krafa
  • Gild skyndihjálparréttindi er krafa. Boðið verður upp á námskeið í fyrstu hjálp í vor
  • Góð færni í samskiptum er mikilvæg
  • Reynsla af landvörslustörfum er kostur
  • Þekking á viðkomandi starfssvæði er kostur
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku er mikilvæg og frekari tungumálakunnátta kostur
  • Reynsla af útivist og náttúrutúlkun, skálavörslu, björgunarsveitarstörfum og leiðsöguréttindi eru kostir
Frekari upplýsingar um starfið:

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Snæfellinga hafa gert. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 15.02.2021

Nánari upplýsingar: Jón Björnsson - jonb@umhverfisstofnun.is - 591-2000 Linda Björk Hallgrímsdóttir - linda.hallgrimsdottir@umhverfisstofnun.is - 591-2000 Sækja um starf Ljósmynd: Umhverfisstofa/Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull