Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum í tímabundin störf í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul
Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum í tímabundin störf í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Í þjóðgarðinum fer starfsemin fram á utanverðu Snæfellsnesi, á gestastofu á Malarrifi, ströndinni við Stapa, og í Búðahrauni. Gert er ráð fyrir að ráða í þrjú störf sem geta varað í 6-24 vikur en flestir landvarðanna starfa yfir sumartímann. Landverðir hafa búsetu á Malarrifi.
Helstu verkefni og ábyrgð Störf landvarða felast í að gæta þess að ákvæði náttúruverndarlaga og sérlaga, friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlana svæða séu virt. Þeir koma á framfæri upplýsingum og fræða gesti um náttúru og sögu svæðanna, sjá um viðhald innviða og halda við merktum gönguleiðum.Landverðir þurfa að vera viðbúnir ef slys ber að höndum og er gerð krafa um að þeir sem ráðnir verða til starfa sæki skyndihjálparnámskeið eða hafi gild skyndihjálparréttindi. Boðið verður upp á skyndihjálparnámskeið fyrir landverði í vor.
Hæfnikröfur - Landvarðanámskeið eða nám sem Umhverfisstofnun telur samsvarandi er krafa- Reynsla af landvörslustörfum er kostur
- Gild ökuréttindi er krafa
- Góð færni í samskiptum er mikilvæg
- Góð kunnátta í íslensku og ensku er mikilvæg og frekari tungumálakunnátta er kostur
- Þekking á viðkomandi starfssvæði er kostur
- Reynsla af útivist og náttúrutúlkun, skálavörslu, björgunarsveitarstörfum og leiðsöguréttindi eru kostir
Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Snæfellinga hafa gert.Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um störfin.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.02.2020 Nánari upplýsingar veitir Jón Björnsson - jonb@umhverfisstofnun.is - 5912000 Linda Björk Hallgrímsdóttir - linda.hallgrimsdottir@umhverfisstofnun.is - 5912000