Umhverfisstofnun auglýsir landvarðanámskeið 2024

Umhverfisstofnun auglýsir landvarðanámskeið 2024. Þátttaka í námskeiðinu veitir réttindi til að starfa sem landvörður, t.a.m. í Snæfellsjökulsþjóðgarði. Menntaðir landverðir ganga alla jafna fyrir við ráðningar í störf.

Landvarðarnámskeiðið fer fram frá 1. febrúar til 3. mars 2024. 

Í Snæfellsjökulsþjóðgarði starfa sjö einstaklingar allt árið um kring í föstu starfi auk þess sem nokkrir landverðir eru ráðnir til tímabundinna starfa ár hvert, frá vori fram á haust. Starfssvæði landvarða nær yfir allan þjóðgarðinn, friðlýst svæði, Gestastofu á Malarrifi og Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi.

Opnað verður fyrir umsóknir 2. janúar 2024 kl. 10:00. Nánari uppplýsingar gefur Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í síma 591 2000 eða á netfanginu kristinosk@ust.is.

Nánari upplýsingar á vef Umhverfisstofnunar.