Umhverfisvottun 2018

Sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi hlutu nýverið umhverfisvottun EarthCheck á starfsemi sína í níunda sinn, og halda því áfram að vera leiðandi samfélag í úrbótum umhverfis- og samfélagsmála. Að fá alþjóðlega umhverfisvottun er staðfesting á því að sveitarfélögin fimm leitist við að hafa græn gildi að leiðarljósi í allri sinni starfsemi og miði ákvarðanatöku við að reyna að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af henni. Íbúar og stofnanir sveitarfélaganna eiga heiðurinn sérstaklega skilið þar sem árangurinn er þeirra.

Ferlið er umfangsmikið og felst helsta áskorunin í því að innleiða sjálfbærnistefnu sveitarfélaganna í alla starfsemi, hafa eftirlit með auðlindanotkun og vinna að úrbótum þar sem við getum gert betur. Óháður sérfræðingur metur árlega hvort gögn og starfsemi sveitarfélaganna uppfylli skilyrði endurnýjaðrar vottunar en kröfurnar sem uppfylla þarf aukast með ári hverju. Því er mikilvægt að halda góðu verki áfram og vinna stöðugt að úrbótum í átt til sjálfbærari starfsemi sveitarfélaganna fyrir okkur og komandi kynslóðir.

Við hvetjum íbúa til að kynna sér umhverfisvottun Snæfellsness með því að smella hér og hafa samband við verkefnastjóra, Guðrún Magneu, ef það vakna hugmyndir eða athugasemdir

 

varðandi umhverfis- og samfélagsmál, sem snerta aðkomu sveitarfélaganna að ferðaþjónustu eða óska eftir frekari upplýsingum.