Umsögn bæjarstjórnar um skýrslu Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar
18.12.2020 |
Fréttir
Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar í gær var fjallað um samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar. Í kjölfarið kom eftirfarandi bókun frá bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn Snæfellsbæjar tekur undir með Breiðafjarðanefnd að það sé tímabært að lög um vernd Breiðafjarðar, nr. 54/1995 verði endurskoðuð. Bæjarstjórn leggur áherslu á að endurskoðun á lögunum fari fram í ítarlegu samráði við sveitarfélög, íbúa og hagsmunaaðila við Breiðafjörð. Því er mikilvægt að í nefndinni sem falið verði það hlutverk verði fulltrúar af svæðinu strax í upphafi þeirrar vinnu. Þannig geti sveitarstjórnir og íbúar myndað sér upplýsta skoðun og tekið þátt í mótun framtíðar Breiðafjarðar. Hvað varðar aðrar tillögur Breiðafjarðarnefndar, þá tekur bæjarstjórn ekki afstöðu til þeirra tillagna að svo stöddu. Bæjarstjórn telur mikilvægt að skoðað verði ítarlega hverjir kostir og gallar þeirra eru svo íbúar, hagsmunaaðilar og sveitarfélög við Breiðafjörð geti myndað sér upplýsta skoðun. Mikilvægt er að tilgangur og ávinningur þess að fara í slíkar breytingar sé mjög skýr,þannig ætti að nást góð samstaða um breytingar ef af verður. Breiðafjörður er einstök heild með fjölbreytt og auðugt náttúrufar. Auðlindir svæðisins eru einstakar og eru þær undirstaða menningar, atvinnu og mannlífs við Breiðafjörð. Því er mikilvægt að allar þær tillögur sem teknar verða til skoðunar séu unnar í fullu samráði við sveitarfélögin, íbúa og hagsmunaaðila við Breiðafjörð. Ofangreind bókun samþykkt samhljóða.“ Til upplýsingar: