Umsóknir um búsetu í þjónustuíbúðakjarna FSS

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir umsóknum um búsetu í þjónustuíbúðakjarna fólks með fötlun að Ólafsbraut 62 - 64 í Ólafsvík. Um er að ræða 2 einstaklingsíbúðir með stuðningsþjónustu sem felur í sér aðstoð og leiðsögn til sjálfstæðrar búsetu í eigin íbúð.

Umsækjendur uppfylli neðangreind skilyrði:
  • Eigi lögheimili á Snæfellsnesi
  • Er 18 ára eða eldri
  • Er virkur notandi dagþjónustustöðva FSS og/eða í atvinnu með stuðningi
  • Hafi metna þjónustuþörf í 6. flokki SIS eða hærri
  • Að staðfest fötlunargreining Greiningar- og ráðgjafarstöðvar liggi fyrir
Umsóknir berist Jóni Hauki Hilmarssyni, forstöðumanni og fagstjóra þjónustu við fólk með fötlun, í þjónustuíbúðakjarnann eða á netfangið jonhaukur@fssf.is. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2023.

Hægt er að panta tíma til skoðunar hjá forstöðumanni í síma 430 7812.