Uppbygging innviða á áningastöðum á Vesturlandi - könnun
14.11.2020 |
Fréttir
Nú stendur yfir vinna við endurnýjun Áfangastaðaáætlunnar Vesturlands og forgangsröðun verkefna í aðgerðaráætlun fyrir árin 2021 – 2023.
Fimmtudaginn 12. nóvember var rafræn netkynning á verkefninu og Áfangastaðaáætlun Vesturlands kynnt. Einnig var sagt frá þeim áhersluverkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðin ár samkvæmt Áfangastaðaáætlun Vesturlands 2018 - 2020. Hér má horfa á kynninguna í heild sinni.Í kjölfar fundarins var opnað fyrir vefslóðir að rafrænni kosningu þar sem íbúar geta gefið leiðbeinandi álit á forgangsröðun verkefna varðandi uppbyggingu innviða á áningastöðum og útivistarleiðum á sínu svæði á Vesturlandi. Með þessu móti geta íbúar á Vesturlandi tekið virkan þátt í að móta áherslur í verkefnaáætlun næstu þriggja ára.
Hér fyrir neðan má nálgast vefslóðir inn á leiðbeinandi kosningu fyrir hvert svæði á Vesturlandi. Íbúar eru beðnir um að svara þeirri könnun sem miðuð er að þeirra heimasvæði. Hægt er að taka þátt í könnuninni til miðnættis þriðjudaginn 17. nóvember.
Kosning – Dalabyggð Kosning – Snæfellsnes Kosning – Borgarbyggð Kosning – Sunnan Skarðsheiðar (Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit og Kjósahreppur)