Upplýsinga- og samráðsfundur um endurheimt votlendis

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes boðar til fundar í félagsheimilinu Breiðabliki fimmtudagskvöldið 30. ágúst kl. 20.30 þar sem fjallað verður um endurheimt votlendis. Rætt verður um málefnið út frá vísindalegri þekkingu, verklegum framkvæmdum, regluramma og sjónarhóli bænda.

Fundurinn er opinn og því allir velkomnir. Þó er því beint sérstaklega til landeigenda, bænda og bæjar- og sveitarstjórnenda og annarra hlutaðeigandi að mæta. Umræður verða vonandi líflegar.

Dagskrá fundar:

Loftlagsmál, endurheimt votlendis og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes. Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdarstjóri Svæðisgarðsins.

Vísindin á bak við endurheimt votlendis. Dr. Hlynur Óskarsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Hvernig er votlendi endurheimt? Sunna Áskelsdóttir og Iðunn Hauksdóttir, sérfræðingar Landgræðslunnar

Reglur og lög um framræsingu lands. Árni Bragason, landgræðslustjóri.

Kaffihlé.

Sauðfjárbændur og loftlagsmál. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.

Hlutverk Votlendissjóðsins fyrir landeigendur. Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðsins.

Umræður.

Meðfylgjandi mynd: Til baka í yfirlit