Upplýsingamiðstöð ferðamála opnar í Pakkhúsinu

Upplýsingamiðstöð ferðamála hefur opnað í Pakkhúsinu í Ólafsvík.
 
Upplýsingamiðstöðin í Snæfellsbæ hefur verið í Átthagastofu undanfarin ár, en hefur nú verið færð yfir í Pakkhúsið. Upplýsingamiðstöðin er opin virka daga frá 10:00 - 14:00. Þar er veitt ráðgjöf fyrir ferðamenn og upplýst hvað er í boði á svæðinu, bæklingum dreift og aðgangur veittur að interneti, salerni o.s.frv. Góð aðstaða er til að setjast niður og tilvalinn staður til að skipuleggja dvöl á Snæfellsnesi. Auk þess fá gestir aðgang að safni á efri hæðum endurgjaldslaust.
 
Pakkhúsið er elsta hús Ólafsvíkur, byggt 1844 og eitt fárra verslunarhúsa á landinu frá 19. öld sem enn stendur. Byggðasafn er á efri hæð og Krambúðarloft í risinu.