Upplýsingar til íbúa varðandi tökur á kvikmynd í Snæfellsbæ

Tökur á kvikmyndinni Woman at Sea hefjast fimmtudaginn 3. júní í Snæfellsbæ. Kvikmyndin er gerð eftir margverðlaunaðri franskri bók sem fjallar um franska ævintýrakonu sem ákveður að hefja nýtt líf sem sjómaður í karllægum heimi á norðurhjara veraldar. Þar þarf hún að takast á við líkamlegt erfiði og náttúröflin á sama tíma og hún horfist í augu við sjálfa sig og sigrast á eigin ótta.

Tökurnar standa yfir næstu vikurnar og verður tíðindum er varða þær miðlað hér íbúum til upplýsinga. Takmarkanir kunna að verða á umferð um vissar götur rétt á meðan einhverjar tökur standa yfir og verður henni þá stýrt af tökuliði í samstarfi við lögregluna og Vegagerðina.

Fréttin verður uppfærð daglega með upplýsingum um tökustaði. Vinsamlega athugið að plön geta breyst með skömmum fyrirvara.

23. júní
Norðurtangi: Umferð verður stýrt um Norðurtanga frá kl. 10:30 - 14:00 í dag og almennri umferð beint um hjáleiðir um Kirkjutún, Hjarðartún og Engihlíð á sama tíma. Sjá kort af takmörkunum.
22. júní

Átthagastofa: Upptökur innandyra allan daginn.

19. júní

Átthagastofa: Upptökur innandyra allan daginn.

16. júní

Tökur í Grundarfirði og Rifi. Upptökur fara fram frá kl. 18:00 og fram á nótt við olíutankinn á Rifi. Umferð stýrt um Háarif ef þörf þykir.

15. júní

Upptökur í Grundarfirði.

12. júní

Tökur á sjó um borð á Agli SH-195. Stór tökudagur og björgunarsveitin verður með í för.

11. júní

Tökur um borð í Agli SH-195 í höfninni í Ólafsvík.

10. júní

Tökur á sjó um borð á Agli SH-195.

8. júní Höfnin í Ólafsvík: Tökur við Snoppuveg 4-6 frá kl. 14:30 - 18:00. Í kvöld og fram á nótt verður tekið upp við Norðurtanga 5 (Hafnarskrifstofuna). Umferð stýrt um um Norðurtanga.

Jafnframt verður stutt taka á Malarrifi einhvern tímann í dag.

7. júní Höfnin í Ólafsvík: Tökur á bryggjunni, um borð og við Egil SH-195 frá kl. 9:00 - 14:00. 4. júní Snoppuvegur: Upptökur fara fram við Snoppuveg í Ólafsvík frá kl. 16:00 - 18:00. Umferð stýrt. Íþróttahúsið á Hellissandi: Upptökur innandyra frá 18:00 - 20:30.
Rif: Upptökur fara fram frá kl. 21:00 - 23:00 við olíutankinn á Rifi. Umferð stýrt um Háarif ef þörf þykir.
Gamla frystihúsið í Ólafsvík: Upptökur á efstu hæð frá 23:00 og fram á nótt.  3. júní
Krossavík: Upptökur fara fram í Krossavík á Hellissandi frá kl. 15:00 - 20:30. Umferð takmörkuð að Krossavík. Eins gæti umferð um Útnesveg vestan Hellissands verið takmörkuð stuttlega á sama tímabili.
 
Rif: Upptökur fara fram frá kl. 20:30 - 23:00 við olíutankinn á Rifi. Umferð stýrt um Háarif ef þörf þykir.