Upplýsingar um lausar lóðir á kortavef Snæfellsbæjar
11.09.2023 |
Fréttir, Skipulagsmál
Nú er hægt að skoða allar lausar lóðir í Snæfellsbæ á kortavef Snæfellsbæjar.
Unnið hefur verið að því að færa gögn og upplýsingar varðandi lausar lóðir inn á kortavefinn til að greiða fyrir aðgengi að þeim og birta á einum stað. Gögnin hafa til þessa aðeins legið í PDF-skjölum.
Hér má nálgast leiðbeiningar um hvernig finna nota megi kortavefinn til að finna lausar lóðir.